Sorglegt samfélag sem við búum í !

Hef nú sagt þetta lengi þar sem maður er fagmaður af sínum geðröskunum og hef unnið vel í mínum málum þar. En það virðist vera ómögulegt fyrir þjóðfélagið og fagmenn að taka á undirrót vandans og viðurkenna hlutina eins og þeir eru. Það getur verið of seint þegar krakkarnir eru komnir í neyslu sem getur endað með hræðilegum afleiðingum í kjölfarið og ósjaldan með sjálfsvígum. Maður er eiginlega sorgmæddur yfir því hvernig kerfið virkar í þessum málum og þeirri afneitun í staðinn fyrir að vinna að bættri nálgun og taka á vandanum áður en þau leita í neyslu ! Það kemur varla sú vika að maður fréttir ekki af sjálfsvígi ungs fólks út af sínum geðræna vanda. Þegar það er komið í neyslu og hafði ekki tækifæri á að vinna úr sínum geðrænum vanda með því að opna sig út af dómhörku og fordómum samfélagsins. Það er skömm að þjóðfélagið sé svona dómhart gagnvart því að krakkar leiti sér aðstoðar út af sínum geðröskunum ! Þau þora því ekki út af unhverfinu og vilja frekar fela það og leita í neyslu ! Ég trúi því ekki að þjóðfélagið sé sáttari með sína framkomu og við verðum að breyta hugarfarinu gagnvart þessum málum.http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/10/23/erfitt_ad_greina_sjukdoma_i_neyslu/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eymundur Lúter Eymundsson

Svo sorglegt hvað manneskjan er grimm í staðinn fyrir að hjálpa. Manneskjan dæmir sem hjálpar engum nema að sá sem dæmir er hrokafullur og ætti að líta sér nær og kynna sér málin áður. 

Eymundur Lúter Eymundsson, 20.2.2015 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband