Í tilefni 10. ára afmæli vonarinnar í stað vonleysis langar mig að deila með ykkur sögu.

Í tilefni 10.ára afmælis vonarinnar langar mig að deila með ykkur hvar vonin kom í heimsókn til mín og gaf mér færi á að eignast líf sem ég hélt að væri vonlaust að eignast. Árið 2004 37. ára gamall þarf ég að fara í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu sömu megin á 7.árum. Þar sem ég er með slitgigt og er verkjasjúklingur varð það til þess að ég eignaðist betra líf. Skrýtið geta sumir sagt en þá get ég sagt ykkur það að ég hef glímt við kvíða, félagsfælni og þunglyndi síðan ég var krakki. Þessir sjúkdómar hafa mótað mitt líf mikið og rænt miklu og óska ég engum þess að þurfa að glíma við þennan fjanda ! Ég var einn af þeim sem vissi ekki ég hvað ég var að glíma við og því þorði ég ekki að tala um mínar tilfinningar. Var hræddur um að það yrði gert lítið úr mér og hætta þessum aumingjaskap. Því miður er of mikið um það að fólk er dæmt og stimplað ef það viðurkennir sinn geðsjúkdóm ! Var í verkjaskóla 2005 og fékk fræðslu um þessa sjúkdóma og bæklinga sem björguðu mínu lífi og gáfu mér von í stað vonleysis ! Að sjá hvað maður hafi glímt við og það var hægt að fá hjálp. Hef nýtt mér hjálpina síðan og vonandi gefið öðrum von með að opna mig að það er í lagi að leita sér hjálpar ! Fyrir 4.árum var ég á miklum lyfjum en er á litlu í dag en það hef ég fengið með minni vinnu og góðri hjálp. Það er von í vonleysinu ! Með fræðslu og forvörnum væri hægt að auka þekkingu enn meira og bjarga mörgum mannslífum ef kerfið væri til í að viðurkenna það og láta almennilega pening í ! Hér eru bæklingar og sagan á ruv ef þið viljið vita meira ?

http://www.ruv.is/frett/a-batavegi-med-studningi-hugarafls

http://www.visir.is/allt-thetta-myrkur-var-ekki-til-einskis/article/2014140829276

http://www.actavis.is/NR/rdonlyres/64613EB0-AAEA-43B4-9BC0-B15881E07F24/0/Kvidilowres.pdf

http://www.actavis.is/NR/rdonlyres/628F63B0-C359-4561-9964-368AAF97D186/0/felagsfaelnianetid.pdf

http://www.actavis.is/NR/rdonlyres/45A935A4-1F63-4078-A659-3C515E44FBE1/0/Thunglyndi2005.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband