6.4.2015 | 14:48
Sirrý á sunnudagsmorgni.
Fór í viðtal hjá Sirrý á sunndagsmorgni 29.mars 2015 á rás 2. Óhætt að segja að ég hafi fengið sterk og góð viðbrögð frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Bæði hringt og sent mér skilaboð á facebook þar sem þau hafa lýst yfir miklu þakklæti fyrir að opna mig svona og tala um mitt líf.
Þetta er nefnilega dauðans alvara og það eru margir sem glíma við þessi myrkru öfl og þora ekki að tala um sig út af skömm. En afhverju á fólk að skammast sín fyrir að vera með sjúkdóm ? Er að opnast og fékk lánaða von hjá öðrum sem hefur gefið mér kjark til að deila með þjóðinni. Ekki til að þykjast vera eitthvað heldur til að gefa öðrum von er gott að geta deilt sinni reynslu. Allavega byrjar viðtalið á þessari upptöku eftir 1 klukkutíma og 11 mínútur ef það gæti orðið til að hjálpa.
http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-2/sirry-a-sunnudagsmorgni/20150329
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.