Hvernig væri nú að fá fagmenn í skóla

Ég fagna því að fræðslustjóri skuli orða þetta svona og vonandi að menn láti verða af því að fá fagmenn til að taka á þessum málum í skólum landsins. Það hefur ríkt mikið skilningsleysi í þessum málaflokki gagnvart börnum og ungmennum og mannréttindi brotin á þeim og lítið verið gert til að taka á þessum vanda.

http://www.visir.is/fraedslustjori-spyr-hvort-taka-thurfi-upp-dagsektir-i-islenskum-skolum/article/2016160119087


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. Sveitarfélögin vilja að stjórnendur ráði heldur ófaglærða til að vinna sem stuðningsfulltrúa en sálfræðinga sem okkur vantar sárlega inn í hvern grunnskóla. Það myndi hjálpa nemendum að hafa aðgang að sálfræðingi því kennarar geta ekki sinnt störfum annarra fagstétta þó þeir séu allir að vilja gerðir til þess. Hvað þarf til því eins og þú segir mannréttindi eru brotin á þeim börnum sem eiga við geðvanda að stríða, hvaða nafni sem hann nefnist. Ég hef ekki séð Íslendinga þramma í ráðuneytið, safna peningum eða halda uppi vörnum fyrir þessa nemendur. En kannski er það fyrst og fremst að opna augu sveitarstjórnarmanna, skólamálin eru á þeirra könnu.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 17:08

2 identicon

Þegar ég sagði þýskri vinkonu minni sem er líka grunnskólakennari frá því að ófaglært starfsfólk sjái um erfiðustu börnin hjá okkur því að það væri ódýrast fyrir sveitafélögin, þá átti hún ekki orð. Þar eru það þroskaþjálfar, iðjuþjálfar, sálfræðingar og fleira sérmenntað fólk sem sér um þessi störf í grunnskólunum. Hún sagði líka að fólkið sem ráðið væri í stuðning fyrir börnin væri oftast með meiri menntun en kennararnir. Mér finnst þetta ótækt eins og þetta er núna.

Guðný María Höskuldsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2016 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband