Færsluflokkur: Bloggar

Að missa er mikil sorg fyrir alla !

Hvað þarf til að þjóðin vakni ? ! Benedikt hefur unnið óeigingjarnt starf til að hjálpa fjölskyldum sem hafa misst og svona menn biðja ekki um fálkaorðuna en hann ætti hana skilið !

Mannslíf er ekki metið í peningum og kominn tími á rótækar viðhorfsbreytingar hjá stjórnvöldum og þjóðfélaginu ! 3-4 á mánuði sem falla fyrir eigin hendi utan við þá sem reyna og skilur eftir sig sár og skelfilegar afleiðingar fyrir fjölskyldur ! Er það þess vegna sem Ísland er kallað stórasta land í heimi og gera svo ekkert í málunum ?

http://www.visir.is/fadir-ungs-manns-sem-framdi-sjalfsvig---vid-verdum-ad-rjufa-thagnarmurinn-/article/2014709099971


Sirrý á sunnudagsmorgni.

Fór í viðtal hjá Sirrý á sunndagsmorgni 29.mars 2015 á rás 2. Óhætt að segja að ég hafi fengið sterk og góð viðbrögð frá fólki sem ég þekki ekki neitt. Bæði hringt og sent mér skilaboð á facebook þar sem þau hafa lýst yfir miklu þakklæti fyrir að opna mig svona og tala um mitt líf.

Þetta er nefnilega dauðans alvara og það eru margir sem glíma við þessi myrkru öfl og þora ekki að tala um sig út af skömm. En afhverju á fólk að skammast sín fyrir að vera með sjúkdóm ? Er að opnast og fékk lánaða von hjá öðrum sem hefur gefið mér kjark til að deila með þjóðinni. Ekki til að þykjast vera eitthvað heldur til að gefa öðrum von er gott að geta deilt sinni reynslu.  Allavega byrjar viðtalið á þessari upptöku eftir 1 klukkutíma og 11 mínútur ef það gæti orðið til að hjálpa.

http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-2/sirry-a-sunnudagsmorgni/20150329


Mannréttindi, samfélagið, fjölmiðlar og þingmenn.

Er ánægður þegar fólk berst fyrir sínum mannréttindum. Nú sé ég að nokkrir prestar tóku fyrir í páskamessu frelsum geirvörtuna inn í sína hugleiðingu. Fjölmiðlar, samfélagið og þar á meðal þingmenn hafa ekki haldið vatni yfir þessari baráttu. En mikið vildi ég nú að samfélagið, fjölmiðlar og þingmenn myndu nú vera eins áberandi við að reyna fækka sjálfsvígum hér á landi. Það eru 3-4 á mánuði á Íslandi sem glíma við geðraskanir sem falla fyrir eigin hendi. Við erum svolítið skrýtin í sumum baráttumálum og sumt virðist ekki að eiga koma okkur við sem stendur okkur næst. Vonandi að menn hugsi aðeins um þetta líka ?


Maður spyr sig hvar er réttlætið ?

Eru hestar meira virði en manneskjan ? Hver bað um 40.milljónir ? Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir stjórnvöldum ? Þetta er dæmi um hvað landsbyggðin verður útundan og mismunað hvort sem það er fyrir félagsamtök um geðheilbrigðismál eða ofbeldi. Þetta mætti kallast andlegt ofbeldi ríkisstjórnar.


mbl.is „Stjórnmál snúast um forgangsröðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni 10. ára afmæli vonarinnar í stað vonleysis langar mig að deila með ykkur sögu.

Í tilefni 10.ára afmælis vonarinnar langar mig að deila með ykkur hvar vonin kom í heimsókn til mín og gaf mér færi á að eignast líf sem ég hélt að væri vonlaust að eignast. Árið 2004 37. ára gamall þarf ég að fara í mína aðra mjaðmaliðaskiptingu sömu megin á 7.árum. Þar sem ég er með slitgigt og er verkjasjúklingur varð það til þess að ég eignaðist betra líf. Skrýtið geta sumir sagt en þá get ég sagt ykkur það að ég hef glímt við kvíða, félagsfælni og þunglyndi síðan ég var krakki. Þessir sjúkdómar hafa mótað mitt líf mikið og rænt miklu og óska ég engum þess að þurfa að glíma við þennan fjanda ! Ég var einn af þeim sem vissi ekki ég hvað ég var að glíma við og því þorði ég ekki að tala um mínar tilfinningar. Var hræddur um að það yrði gert lítið úr mér og hætta þessum aumingjaskap. Því miður er of mikið um það að fólk er dæmt og stimplað ef það viðurkennir sinn geðsjúkdóm ! Var í verkjaskóla 2005 og fékk fræðslu um þessa sjúkdóma og bæklinga sem björguðu mínu lífi og gáfu mér von í stað vonleysis ! Að sjá hvað maður hafi glímt við og það var hægt að fá hjálp. Hef nýtt mér hjálpina síðan og vonandi gefið öðrum von með að opna mig að það er í lagi að leita sér hjálpar ! Fyrir 4.árum var ég á miklum lyfjum en er á litlu í dag en það hef ég fengið með minni vinnu og góðri hjálp. Það er von í vonleysinu ! Með fræðslu og forvörnum væri hægt að auka þekkingu enn meira og bjarga mörgum mannslífum ef kerfið væri til í að viðurkenna það og láta almennilega pening í ! Hér eru bæklingar og sagan á ruv ef þið viljið vita meira ?

http://www.ruv.is/frett/a-batavegi-med-studningi-hugarafls

http://www.visir.is/allt-thetta-myrkur-var-ekki-til-einskis/article/2014140829276

http://www.actavis.is/NR/rdonlyres/64613EB0-AAEA-43B4-9BC0-B15881E07F24/0/Kvidilowres.pdf

http://www.actavis.is/NR/rdonlyres/628F63B0-C359-4561-9964-368AAF97D186/0/felagsfaelnianetid.pdf

http://www.actavis.is/NR/rdonlyres/45A935A4-1F63-4078-A659-3C515E44FBE1/0/Thunglyndi2005.pdf

 


Þú veist ekkert hvað þú ert að segja hafðu þá vit á því að þegja !

Jú ég veit alveg hvað ég er að segja og ætla ekki að þegja ! Fáðu hjálp en ekki lifa í skömm og vera með eigin fordóma og láta aðra stjórna því hvort þú megir tala um þinn geðsjúkdóm eða tilfinningar ! Það er von ef maður hættir að berja sig niður og fær hjálp ! Nýta sér hjálpina og leyfa sér að lifa með opnum huga í staðinn fyrir að berjast við sjálfan sig og eyða lífinu í það þegar hjálpin er hinumegin við hornið ! Það er von með því að taka skrefið og nýta sér hjálpina !

http://www.visir.is/allt-thetta-myrkur-var-ekki-til-einskis/article/2014140829276


Fjölmiðlar og fjölmiðlafólk .

Er svolítið hugsi yfir fréttamennsku þar sem neikvæðni þrífst mikið. Geðraskanir er partur af mínu lífi eins og menn vita og var heppinn að fá hjálp og hef nýtt mér hana með opnum huga. Vill reyna horfa á það jákvæða sem er að gerast og vonast til að manneskjan geti leitað sér aðstoðar og þá eru fjölmiðlar í mikilvægu hlutverki. Vorum með frábæran fræðsludag í gær þar sem góðir hlutir eru að gerast en fjölmiðlar sáu sér ekki fært að kynna sér og fjalla um og er það mikið umhugsunarefni hvað veldur ? Allavega var að fylgja ungum manni til grafar á föstudag eftir sjálfsvíg. Hann hafði glímt við kvíða og þunglyndi áður en hann fór í vímuefni og í þessa ferð sína þar sem verður ekki aftur snúið. Afverju fjalla þá ekki fjölmiðlar um þessi mál í stað þöggunar ? Þöggun hefur leitt af sér 40 sjálfsvíg á ári utan við þau sem reyna. Hvað kostar það samfélagið okkar að fræða og vera með forvarnir til að fólk velji ekki þessa leið ? Er mannslíf ekki sama og mannslíf ? Væri gott að horfa í það jákvæða sem er verið að gera og fjalla um ef það getur orðið til þess að hjálpa að það sé í lagi að tala um sínar tilfinningar og líðan án þess að vera hræddur um að vera stimplaður. Annars var þetta frábær dagur sem heppnaðist mjög vel í alla staði sem var aðalmarkmiðið. Margt að gerast með góðri samvinnu við Háskólann á Akureyri sem verður sagt frá síðar.

Við fengum Auði Axelsdóttur iðjuþjálfa, og forstöðumann Hugarafls og Geðheilsu-eftirfylgdar sem fjallaði um valdeflingu meðal fólks með geðraskanir og stöðu aðstandenda.

Benidikt Þór Guðmundsson fjallaði um ástvinamissi eftir sjálfsvíg og sjálfsvígsforvarnir.

Kristján Jósteinsson félagsráðgjafi fjallaði um batamódelið í geðheilbrigðisþjónustu.

https://grofin.wordpress.com/2015/02/24/fraedsludagur-i-grofinni/

Kv,

Eymundur ráðgjafi og svolítið geðveikur sem er í lagi og ekkert til að skammast sín fyrir frekar en aðra sjúkdóma og þoli ekki snobb.


Óvígur her

Óvígur her!

http://www.akureyri.net/frettir/2015/03/06/ovigur-her-adstandenda/


Ísland stórasta land í heimi sagði forsetafrú, en hvað skyldi hún segja yfir síðasta land í heimi ?

Já við erum svo stór að við getum ekki einu sinni skrifað skrifað undir fyrir litla manninn.

http://www.obi.is/


Fylgji einum 25.ára á morgun til grafar eftir sjálfsvíg en hvað gerir kerfið, stjórnvöld og samfélagið í þessum málum ?

Það er sorglegt að það sé ekki tekið meira á þessum málum með forvörnum og fræðslu ! Ég þekki þennan sjúkdóm sem hann lýsir hér og meira til þar sem þetta stjórnaði algjörlega mínu lífi ! Er reiður þessu samfélagi fyrir þá dómhörku og dómgreindarleysi sem þessi þjóð sýnir oft á tíðum fötluðum ! Hvað þurfa margir að taka sitt eigið líf svo stjórnvöld, kerfið og samfélagið geri eitthvað í þessum málum ! Ég reiður fyrir þeirra hönd sem hafa tekið sitt líf og fyrir aðstandendur sem þjást eftir sjálfsvíg ! Drullist til að vakna !Fylgi einum til grafar á morgun eftir sjálfsvíg en hann var 25 ára og skilur eftir sig eitt barn og konu, aðstandendur og vini.Það eru 3-4 á mánuði á Íslandi sem fara þessa leið og maður hefði getað verið einn af þeim en náði að þrauka og sem betur fer reyni ég að deila minni reynslu ef það getur hjálpað en hvað gerir kerfið, stjórnvöld og samfélagið í þessum málum ? Er stoltur af Þórhalli að opna sig og er virkilega reiður út í kerfið !

 

 

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/thorhallur-opnar-sig-um-kvida-og-felagsfaelni-ottadist-daudann-og-missti-thrja-nana-vini---alltaf-thekktur-sem-sonur-ladda 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband