Er sjónvarpið málið til að efla þekkingu fólks ?

Er að hugsa hvort að það sé ekki hægt að gera þætti um geðsjúkdóma í sjónvarpinu ? Það eru nefnilega matreiðsluþættir og dýraþættir vikulega í sjónvarpinu og hvernig væri þá að gera það sem gæti aukið skilnings fólks á geðröskunum ? Það væri gott að fá notendur sem hafa nýtt sér félagssamtök aem gætu sagt frá sínum einkennum, hvernig þau lýsa sér og hvað hafi hjálpað þeim. Hvernig því tókst að losna við eigin fordóma og fordóma annarra. Þá er ég ekki að meina fræga einstaklinga sem hafa haft efni á sálfræðingum og geðlæknum heldur þeim sem hafa nýtt sér önnur úrræði eins og félagssamtök, geðsvið Reykjalundar og verið á geðdeildum. Að fræða fólk að það sé í lagi að leita sér hjálpar í staðinn fyrir að líða illa eða fremja sjálfsvíg. Finnst komið nóg hvernig textaþýðingar á bíómyndum eða sakamálaþáttum ala á fordómum og vanþekkingu. Kominn tími á að líta til framtíðar og er sjónvarpið tilvalinn staður til að fræða til að efla þekkingu og minnka fordóma ! Gæti sjónvarpið verið málið ?


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

"Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir". (Máltæki).

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3219/

Jón Þórhallsson, 10.2.2015 kl. 20:39

2 Smámynd: Eymundur Lúter Eymundsson

Stundum þarf bara hjálp til að menn geti hjálpað sér sjálfir.Það er ekki að ósekju að fólk glímir við geðsjúkdóma.En umhverfið getur oft verið grimmasti andstæðingurinn enda er oft skilninglaust og dómhart.

Eymundur Lúter Eymundsson, 10.2.2015 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband